Erlent

Brown líst ekki á græna skatta

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands.
Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. MYND/AP

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að þjóðir heims yrðu að taka höndum saman vegna hlýnunar jarðar, en sagði svokallaða græna skatta ekki vera vera góða lausn. Miklu betra væri að uppfræða fólk og gefa því hvata til þess að taka þátt í verndun umhverfisins. Brown tekur væntanlega við embætti forsætisráðherra af Tony Blair, í sumar.

Breskir íhaldsmenn lögðu um helgina fram tillögur um græna skatta, meðal annars á flugferðir. Þeir vildu mæta þeim aukna skatti með lækkunum annarsstaðar. Slíkir skattar hafa verið viðraðir víða, við litla hrifningu flugfélaga, eins og vænta mátti.

Íhaldsmenn hafa nokkuð forskot á Verkamannaflokkinn fyrir næstu kosningar, samkvæmt skoðanakönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×