Erlent

Ísraelar vara við tilslökunum

MYND/AP

Utanríkisráðherra Ísraels hefur varað vesturlönd við því að slaka á skilyrðum sínum gagnvart nýrri þjóðstjórn Palestínumanna. Hún vill að haldið verði fast við kröfur um að þjóðstjórnin viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis og hafni ofbeldi. Tzipi Livni er nú í opinberri heimsókn í Kanada.

Evrópusambandið hefur fagnað því að Hamas og Fatah samtökin skyldu ná samkomulagi um þjóðstjórn á fundi sínum í Mekka, í Saudi-Arabíu. Ísraelar eru órólegir vegna þessa og óttast að slakað verði á klónni gagnvart Hamas. Samtökin hafa margsinnis lýst því yfir að þau muni ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels.

Vegna þess, meðal annars, hættu bæði Bandaríkin og Evrópusambandið efnahagsaðstoð við heimastjórn Palestínumanna. Ísraelar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×