Erlent

Írak vill afnema dauðarefsingu

Aftaka Saddams Hussein þótti einstaklega ógeðfeld.
Aftaka Saddams Hussein þótti einstaklega ógeðfeld. MYND/AP

Ríkisstjórn Íraks, sem hlaut mikla gagnrýni fyrir hvernig staðið var að aftöku Saddams Hussein, vill afnema dauðarefsingu, að sögn mannréttindaráðherra landsins. Wijdan Michael segir að það verði gert í áföngum. Fyrsta skrefið verði að afnema dauðarefsingar fyrir brot önnur en þau allra verstu, svosem þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.

Sameinuðu þjóðirnar eru andvígar dauðarefsingum, en þær viðgangast engu að síður í næstum 70 ríkjum. Dauðarefsingum var iðulega beitt í stjórnartíð Saddams Hussein, en þeim var hætt eftir fall hans. Þær voru teknar upp aftur fyrir tveim árum vegna tíðra mannskæðra hryðjuverka.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×