Erlent

Farsímanúmer á 200 milljónir króna

Sá sem borgar 200 milljónir fyrir símanúmer, hefur varla áhyggjur af sjálfum símreikningnum.
Sá sem borgar 200 milljónir fyrir símanúmer, hefur varla áhyggjur af sjálfum símreikningnum.

Farsímanúmerið 666 6666 var selt á uppboði í furstadæminu Quatar, á þriðjudag, fyrir rífar 200 milljónir króna. Það er þarmeð orðið dýrasta símanúmer í heimi. Átta manns tóku þátt í uppboðinu, en ekki hefur verið upplýst hver kaupandinn er. Seljandinn var hinsvegar símafyrirtækið Telco Qtel.

Næst dýrasta símanúmer í heimi er átta sinnum talan átta, sem kínverskt flugfélag borgaði 36 milljónir króna fyrir. Dýrasta símanúmer heims má túlka á ýmsa vegu. 666 er náttúrlega talin tala djöfulsins, en fróðir segja að einnig megi lesa úr því orðið Allah, sem þýðir guð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×