Erlent

Sýknaður af sölu hakakrossa

Hæstiréttur Þýskalands hefur snúið við dómi gegn eiganda póstverslunar sem var dæmdur í 300 þúsund króna sekt fyrir að selja vörur með hakakrossi nazista. Samkvæmt þýskum lögum er bannað að bera eða sýna hakakrossinn opinberlega.

Á lægra dómsstigi var hafnað þeirri vörn mansins að yfir hakakrossunum væri X, eða þeir skemmdir með öðrum hætti. Hæstiréttur komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að eyðilagðir hakakrossar gætu ekki talist stuðningur við hugmyndafræði þriðja ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×