Erlent

Allir stríðsaðilar nauðga á Fílabeinsströndinni

Konur á Fílabeinsströndinni eru ekki óhultar fyrir neinum.
Konur á Fílabeinsströndinni eru ekki óhultar fyrir neinum. MYND/Getty Images

Hundruðum og jafnvel þúsundum kvenna hefur verið nauðgað á Fílabeinsströndinni, þeim misþyrmt og þær neyddar til að gerast kynlífsþrælar, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin segja að konur á Fílabeinsströndinni séu hin gleymdu fórnarlömb sem enginn skipti sér af, hvorki innan lands né utan.

Í skýrslunni segir að allar hinna stríðandi fylkinga í landinu beri ábyrgð á nauðgun kvenna. Það sé sama hvort þær verði á vegi uppreisnarmanna, vígasveita sem styðji ríkisstjórnina, eða stjórnarhersins sjálfs. Þær geta átt von á nauðgunum og misþyrmingum. Í skýrslu Amnesty segir að nauðganir séu notaðar sem pólitískt vopn og konur geti ekkert leitað; hvorki sér til verndar né til þess að finna öryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×