Erlent

Putin eykur við eftirlit með fjölmiðlum

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur verið sakaður um að gerast æ ólýðræðislegri í stjórnarháttum undanfarið.
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur verið sakaður um að gerast æ ólýðræðislegri í stjórnarháttum undanfarið. MYND/AP

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað að stofnuð verði ný eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með og gefa leyfi til fjölmiðla. Hin nýja ofur-stofnun mun fylgjast með sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum, dagblöðum og vefsíðum. Rússneskir fréttmenn óttast að stofnunin verði notuð til þess að herða enn að málfrelsi í Rússlandi en vefsíður eru nær eini miðillinn sem enn nýtur þokkalegs frelsis.

Embættismenn í stjórn Putins segja þetta gert til þess að auka hagkvæmni en fyrir voru tvær mismunandi stofnanir sem sáu um eftirlitið. Fréttamenn benda hins vegar á að þessi stofnun eigi eftir að auka við þrýsting á fjölmiðla og hugsanlega koma í veg fyrir að stjórnvöld í Rússlandi séu gagnrýnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×