Erlent

Ný hlébarðategund fundin

Vísindamenn á Indónesíu hafa fundið nýja tegund af hlébörðum sem helst er að finna á Borneó og Súmötru. Þetta tígulegir og fagrir kettir sem áður var talið að tilheyrðu hlébarðategund sem var að finna á meginlandi Suðaustur-Asíu.

Vísindamenn telja að um sömu tegund hafi verið að ræða þar til fyrir rúmlega milljón árum, en þá hafi skilið á milli og tvær tegundir hlébarða þróast.

Sérfræðingar segja þessa nýju tegund fara leynt og sjást sjaldan og því þurfi ekki að koma á óvart að hún hafi ekki verið formlega uppgötvuð fyrr en nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×