Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana 16. mars 2007 18:45 Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar. 300 starfsmönnum Danska ríkisútvarpsins verður sagt upp í ár, 10% starfsmanna. Þetta er gert vegna þess að framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar á Amager hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun - eða sem nemur jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna. Reiðin kraumar meðal starfsmanna sem lögðu niður vinnu í fyrradag og fréttatímar féllu þá niður. Ekki bætir úr skák að 120 stjórnendur útvarpsins eru á sama tíma á leið á námskeið í Kaliforníu og kostar það útvarpið jafnvirði rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. Miðað við framúrkeyrsluna skal engan undra að það hafi nú hitnað undir Brian Mikkelsen menningarmálaráðherra. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar hans vegna þess að hann hafi logið að þinginu í síðasta mánuði þegar hann sagðist ekki hafa rætt uppsagnir við stjórn útvarpsins. Þá hefur væntanleg ævisaga fyrrverandi útvarpsstjóra, Christer Nissen, valdið Mikkelsen vandræðum en kaflar úr henni hafa verið birtir í dönsku blöðunum. Nissen var rekinn 2003 en þá var framúrkeyrslan vegna höfuðstöðvanna 16 milljörðum minni en nú og þótti nóg um samt. Nissen segir í bókinni að Mikkelsen hafi gagngert reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu útvarpsins. Tölvupóstar sem renna stoðum undir það hafa verið birtir. Mikkelsen segist hins vegar bara vera að lýsa eigin skoðunum, sem honum leyfist. Lögspekingar í Danmörku segja póstana hins vegar á mörkum þess sem ráðherra leyfist. Þá liggja Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans undir ámæli í bókinni þar sem segir að ætlun ráðherra hafi verið að einkavæða útvarpið og þeirri stefnu hafi markvisst verið fylgt. Danir hafi hins vegar verið mjög samstíga um að ríkisreka útvarpið. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar. 300 starfsmönnum Danska ríkisútvarpsins verður sagt upp í ár, 10% starfsmanna. Þetta er gert vegna þess að framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar á Amager hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun - eða sem nemur jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna. Reiðin kraumar meðal starfsmanna sem lögðu niður vinnu í fyrradag og fréttatímar féllu þá niður. Ekki bætir úr skák að 120 stjórnendur útvarpsins eru á sama tíma á leið á námskeið í Kaliforníu og kostar það útvarpið jafnvirði rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. Miðað við framúrkeyrsluna skal engan undra að það hafi nú hitnað undir Brian Mikkelsen menningarmálaráðherra. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar hans vegna þess að hann hafi logið að þinginu í síðasta mánuði þegar hann sagðist ekki hafa rætt uppsagnir við stjórn útvarpsins. Þá hefur væntanleg ævisaga fyrrverandi útvarpsstjóra, Christer Nissen, valdið Mikkelsen vandræðum en kaflar úr henni hafa verið birtir í dönsku blöðunum. Nissen var rekinn 2003 en þá var framúrkeyrslan vegna höfuðstöðvanna 16 milljörðum minni en nú og þótti nóg um samt. Nissen segir í bókinni að Mikkelsen hafi gagngert reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu útvarpsins. Tölvupóstar sem renna stoðum undir það hafa verið birtir. Mikkelsen segist hins vegar bara vera að lýsa eigin skoðunum, sem honum leyfist. Lögspekingar í Danmörku segja póstana hins vegar á mörkum þess sem ráðherra leyfist. Þá liggja Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans undir ámæli í bókinni þar sem segir að ætlun ráðherra hafi verið að einkavæða útvarpið og þeirri stefnu hafi markvisst verið fylgt. Danir hafi hins vegar verið mjög samstíga um að ríkisreka útvarpið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira