Erlent

Þjóðstjórn tekur við völdum á morgun

Ismail Haniya, tilvonandi forsætisráðherra Palestínu, sést hér ræða við fréttamenn í gær.
Ismail Haniya, tilvonandi forsætisráðherra Palestínu, sést hér ræða við fréttamenn í gær. MYND/AFP

Nýja þjóðstjórnin í Palestínu mun taka við völdum klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hún var mynduð eftir að friðarsamkomulag náðist á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á sáttafundi sem konungur Sádi-Arabíu stóð fyrir. Ísraelar hafa þvertekið fyrir að starfa með stjórninni og Bandaríkjamenn bíða ávarps Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á morgun en það mun útskýra hverjar stefnur og gildi hinnar nýju stjórnar verða.

Hamas skipar stóran sess í þjóðstjórninni og vestrænar ríkisstjórnir neita enn sem komið er að hafa samskipti við þá sem tengdir eru samtökunum. Þær ætla sér hins vegar að eiga samskipti við ráðherra sem koma úr röðum Fatah hreyfingar Mahmoud Abbas en Hamas liðar hafa gagnrýnt þá stefnu harkalega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×