Sáttmáli gegn stóriðjuáformum 18. mars 2007 18:33 Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Framtíðarlandið kynnti hugmyndir sínar í þjóðmenningarhúsinu í dag og er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verndari sáttmálans. Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að komist allar áætlanir um stækkun og byggingu nýrra álvera til framkvæmda verði Ísland ein stærsta álbræðsla í heimi. „Það er brjálæðislegur virkjanahraði núna og í raun ein kynslóð sem telur sig geta ráðstafað öllum orkuforðanum til stóriðju. Ef af þessum áformum verður eins og stefnir í verðum við búin að fullnýta þær orkulindir sem við höfum á landinu," segir Andri Vigdís Finnbogadóttir verndari sáttmálans segir hann löngu tímabæran. „Mér finnst öll hugsun í þessu vera mjög einhæf. Það er eins og það séu engar aðrar úrlausnir til en þessar. Ég held að það sé ekki Íslandi til láns," segir Vigdís. Hún segir að Íslendingar eigi að virkja fyrir landið sitt en ekki erlenda stóriðju. „Mér finnst eins og það sé verið að nota okkur. Það er verið að ýta á okkur og hvetja, til að taka að okkur eitthvað sem aðrar þjóðir vilja ekki hafa. Það er engin trygging fyrir því að Ísland græði eitthvað á stóriðju í framtíðinni. Ég held meira að segja að afkomendur okkar rífi þetta allt saman eins og byrjað er að gera í Bandaríkjunum, þar sem menn vilja ekki hafa þetta." segir hún. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Framtíðarlandið kynnti hugmyndir sínar í þjóðmenningarhúsinu í dag og er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verndari sáttmálans. Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að komist allar áætlanir um stækkun og byggingu nýrra álvera til framkvæmda verði Ísland ein stærsta álbræðsla í heimi. „Það er brjálæðislegur virkjanahraði núna og í raun ein kynslóð sem telur sig geta ráðstafað öllum orkuforðanum til stóriðju. Ef af þessum áformum verður eins og stefnir í verðum við búin að fullnýta þær orkulindir sem við höfum á landinu," segir Andri Vigdís Finnbogadóttir verndari sáttmálans segir hann löngu tímabæran. „Mér finnst öll hugsun í þessu vera mjög einhæf. Það er eins og það séu engar aðrar úrlausnir til en þessar. Ég held að það sé ekki Íslandi til láns," segir Vigdís. Hún segir að Íslendingar eigi að virkja fyrir landið sitt en ekki erlenda stóriðju. „Mér finnst eins og það sé verið að nota okkur. Það er verið að ýta á okkur og hvetja, til að taka að okkur eitthvað sem aðrar þjóðir vilja ekki hafa. Það er engin trygging fyrir því að Ísland græði eitthvað á stóriðju í framtíðinni. Ég held meira að segja að afkomendur okkar rífi þetta allt saman eins og byrjað er að gera í Bandaríkjunum, þar sem menn vilja ekki hafa þetta." segir hún. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira