Viðskipti erlent

A380 til Bandaríkjanna

A380 eru risastórar þotur, svo ekki sé meira sagt
A380 eru risastórar þotur, svo ekki sé meira sagt Getty Images

Nýja Airbus A380 risaþotan lendir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í dag. Þetta er jómfrúrflug þotunnar yfir Atlantshafið. Flugið er á vegum þýska flugfélagsins Lufthansa, með um 500 farþega frá Frankfurt til New York og þaðan áfram til Chicago. Búist er við því að fyrstu vélarnir af þessari gerð verði afhentar flugfélögum í október, tveimur árum á eftir áætlunum.

Tafirnar hafa kostað Airbus meira en sex milljarða bandaríkjadala og vegna þeirra hefur þurft að segja upp um 10 þúsund starfsmönnum Airbus-verksmiðjanna. Flugið í dag á þó að sanna að ekki verði frekari tafir og að Airbus ætli að standa við skuldbindingar sínar um afhendingu vélanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×