Morfínfíklum fækkað um helming 20. mars 2007 18:52 Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til." Fréttir Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til."
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira