Garcia missti pútt og hrækti á völlinn 25. mars 2007 13:15 Sergio Garcia hefur verið að spila ágætlega í Miami og er sem stendur í 10. sæti mótsins. MYND/Getty Spænski kylfingurinn Sergio Garcia á yfir höfði sér væna fjársekt fyrir að hafa hrækt ofan í holuna á 13. braut á heimsmótinu sem fram fer í Miami um helgina. Garcia fékk skolla á brautinni eftir að hafa misst auðvelt pútt og brást við með fyrrgreindum hætti. Þess má geta að hrákan fór beint ofan í holuna. “Ég missti auðvelt pútt og var ekki ánægður með sjálfan mig. En hrákan fór beint ofan í holuna og gat því aldrei haft áhrif á aðra keppendur. Ef ég hefði ekki hitt ofan í hefði ég þurrkað hana í burtu,” sagði Garcia við fréttamenn þegar hann var spurður út í atvikið. Garcia er í 10. sæti mótsins þegar einn hringur er eftir, hefur leikið á alls fjórum höggum undir pari. Tiger Woods hefur fjögurra högga forystu á mótinu, hefur leikið á 11 höggum undir pari. Forráðamenn PGA-mótaraðinnar segja að engin ákvörðun hafi verið tekin um refsingu Garcia en talið er líklegt að hann muni fá sekt. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia á yfir höfði sér væna fjársekt fyrir að hafa hrækt ofan í holuna á 13. braut á heimsmótinu sem fram fer í Miami um helgina. Garcia fékk skolla á brautinni eftir að hafa misst auðvelt pútt og brást við með fyrrgreindum hætti. Þess má geta að hrákan fór beint ofan í holuna. “Ég missti auðvelt pútt og var ekki ánægður með sjálfan mig. En hrákan fór beint ofan í holuna og gat því aldrei haft áhrif á aðra keppendur. Ef ég hefði ekki hitt ofan í hefði ég þurrkað hana í burtu,” sagði Garcia við fréttamenn þegar hann var spurður út í atvikið. Garcia er í 10. sæti mótsins þegar einn hringur er eftir, hefur leikið á alls fjórum höggum undir pari. Tiger Woods hefur fjögurra högga forystu á mótinu, hefur leikið á 11 höggum undir pari. Forráðamenn PGA-mótaraðinnar segja að engin ákvörðun hafi verið tekin um refsingu Garcia en talið er líklegt að hann muni fá sekt.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira