Erlent

Leggja til að endurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað

Kjarnorkuendurvinnslustöðin í Sellafield.
Kjarnorkuendurvinnslustöðin í Sellafield. MYND/Getty Images

Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja bresk stjórnvöld til að hætta við að enduropna kjarnorkuendurvinnslustöðina Sellafield. Henni var lokað árið 2005 vegna innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. Starfsemi stöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda sem oft hafa hvatt til þess að henni verði lokað.

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði á fundi með starfsbræðrum sínum í Dublin á Írlandi í gær, að bresk stjórnvöld hefu nú gullið tækifæri til að binda enda á umdeilda starfsemi sem hefði einkennst af óhöppum og erfiðleikum. Umhverfisráðherrar landanna fjögurra vara einnig við því að litið sé á kjarnorku sem góða laun á loftslagsvandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×