Erlent

Vesturlönd styðja Breta vegna sjóliðanna

Tvö bandarísk flugmóðurskip eru nú á Persaflóa.
Tvö bandarísk flugmóðurskip eru nú á Persaflóa. MYND/AP

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lýst fullum stuðningi við Breta vegna handtöku Írana á fimmtán breskum sjóliðum. Þjóðverjar sitja nú í forsæti Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í Brussel í dag að sambandinu þætti það ólíðandi að sjóliðarnir hefðu verið handteknir.

Hún fullvissaði hina bresku vini um fullan stuðning og samstöðu í þessu máli. Bandaríska flugmóður-skipið John C. Stennis kom inn á Persaflóa í dag og er það í fyrsta skipti frá innrásinni árið 2003 sem tvö bandarísk flugmóðurskip eru á flóanum. Talsmaður Hvíta hússins segir að það hefði ekkert með bresku sjóliðana að gera. Heimsóknin hafi verið löngu ákveðin. Hinsvegar styðji Bandaríkin Breta fullkomlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×