Innlent

Samkomulag næst á milli ríkisins og eigenda Wilson Muuga

Samkomulag hefur tekist milli eigenda Wilson Muuga og ríkisins um að gerð verði tilraun til að koma skipinu af strandstað. Umhverfisráðherra segir að skoða þurfi siglingalög en er ánægður með lyktir málsins.

Það er óhætt að segja að þetta séu stórtíðindi - ekki síst fyrir heimamenn sem horfðu til þess með hryllingi að Wilson Muuga - sem strandaði hér á Hvalsnesi fyrir rúmum 3 mánuðum - yrði hér til eilífðarnóns, engum til ánægju eða yndisauka.

Það var rjómablíða á strandstað í dag, ólíkt þegar Wilson Muuga strandi við Hvalsnes 19. des. Umhverfisstofnun hefur kostað til vinnu fyrir 69 milljónir til að koma í veg fyrir tjón af völdum brennsluolíu skipsins. Áætlaður kostnaður við brottflutning skipsins er áætlaður 40 milljónir króna sem skiptist milli eigenda og ríkisins en þeir fyrrnefndu munu greiða 25 milljónir en ríkið 15. Andvirði við sölu skipsins gangi flutningur að óskum mun renna til sömu aðila í réttu hlutfalli við framlag hvors um sig til verksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×