Erlent

Gaddafi segir Bandaríkin stjórna leiðtogum Araba

Muammar Gaddafi, forseti Líbýu.
Muammar Gaddafi, forseti Líbýu. MYND/AFP
Muammar Gaddafi, forseti Líbýu, segir að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi þegar ákveðið hvað um verður rætt og hver niðurstaðan verður á leiðtogafundi Arabaríkja sem hófst í dag. Gaddafi er ekki á fundinum.

„Hún skipar þeim fyrir, leiðtogum Arabaríkja, utanríkisráðherrum þeirra og jafnvel öryggisráðgjöfum þeirra." sagði Gaddafi í viðtali við Al Jazeera fréttastöðina í dag.

Búist er við því að á leiðtogafundinum verði samþykkt að bjóða Ísraelum upp á samkomulag sem var búið til í Sádi-Arabíu fyrir fimm árum. SAmkvæmt því gefa Ísraelar eftir landsvæði sem þeir tóku í stríði árið 1967, viðurkenna Palestínu sem ríki og finn lausn á vanda flóttamanna frá Palestínu. Ef Ísraelar samþykkja þessi skilyrði muni Arabaríki viðurkenna tilverurétt Ísraels. Talið er ólíklegt að Ísraelar samþykki áætlunina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×