Lífið

Brit og Fed einhuga um að skilja

Fyrr var oft í koti kátt
Fyrr var oft í koti kátt

Hjónin Britney Spears og Kevin Federline eru einhuga um að skilja og hafa nú náð samkomulagi um þann skilnað. Bæði um fjárhagslega hlutann og forráð barnanna. Innihald skilmálans verður þó ekki gert opinbert fyrr en dómari hefur skrifað undir hann.

Miklar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Federline hafi reynt að kúga fé út úr Spears með því að hóta að setja kynlífsmyndband með þeim á netið. Hann er sagður hafa krafist tugmilljóna dollara og forræðis yfir börnum þeirra.

Listafólkið gifti sig árið 2004 og eiga saman tvo syni. Fljótlega eftir fæðingu síðari sonarins komu brestir í hjónmabandið og Spears sagði Federline upp með SMS skilaboðum, eins og frægt er orðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.