Innlent

Gott ál sem vinstri grænir nota í áróðursmerkin

Vinstri grænir, sem berjast hart gegn álframleiðslu, búa sjálfir til áróðursmerki fyrir kosningarnar úr þessum sama málmi. Áróðursmeistari flokksins segir að álið, sem þeir noti, sé gott ál, og sérinnflutt frá Bandaríkjunum.

Á heimili sínu í Norðurmýrinni í Reykjavík situr Stefán Pálsson að störfum fyrir flokkinn sinn við að búa til barmmerki. "Afhverju ekki ríkisstjórn með ZERO Framsókn", stendur á merkjunum, sem ungliðahreyfing vinstri grænna dreifir meðal almennings. En það vekur líka athygli okkar að áróðursmerki vinstri grænna eru úr áli, þeim sama málmi og flokkurinn berst nú hart gegn að verði framleiddur í ríkari mæli hérlendis. Stefán segir að þetta sé endurunnið ál, sem flutt hafi verið inn frá Bandaríkjunum. Ekki sé prentað á þeirra ál heldur eru miðarnir límdir á það og því auðvelt að endurvinna álið. Þetta sé því gott ál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×