Innlent

Vantar úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi

Breytingar á vændislögum auðvelda störf lögreglunnar í baráttunni gegn vændi, segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Hann segir lögreglu þó vanta frekari úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi.

Þetta kom fram á málfundi félags laganema við Háskólann í Reykjavík um vændi á Íslandi. Framsögumenn voru auk Jóns H. B. Snorrasonar þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum og Sigurður Kári Kristjánsson sjálfstæðisflokki. Miklar umræður spunnust um hvort rétt hafi verið að samþykkja breytingar á lögunum en samkvæmt þeim er ólöglegt að hafa milligöngu um vændi eða auglýsa það. Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri segir lagabreytinguna auðvelda störf lögreglu gegn skipulögðu vændi.

Jón segir það forgangsmál hjá lögreglu að uppræta skipulagt vændi. Hann segir nýju lögin ein og sér hins vegar ekki nægja til að uppræta vændi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×