Erlent

800 handteknir í óeirðum í Chile

Mynd frá mótmælunum í dag.
Mynd frá mótmælunum í dag. MYND/AFP
Yfir 800 voru handteknir í óeirðum í Chile í dag. Átökin brutust út á milli ungs fólks og lögreglu. Í dag var árleg mótmælaganga stúdenta um land allt. 38 lögreglumenn slösuðust í átökunum.

Mótmælin enda oft með ofbeldi en í ár varð ofbeldið meira en venjulega vegna óánægju með nýtt samgöngukerfi borgarinnar. Mótmælin hafa verið haldin árlega síðan 1985 til þess að minnast tveggja stúdenta sem lögregla banaði í mótmælum gegn ríkisstjórn Augusto Pinochets.

Vegum var lokað í höfuðborginni Santiago, verslanir voru rændar og skemmdar og sums staðar voru reistir vegatálmar sem mótmælendur kveiktu síðan í.

Að minnsta kosti 819 voru handteknir og voru margir undir 16 ára aldri. Flestir voru handteknir fyrir að vera með vopn á sér, rán eða skemmdarverk. Yfirvöld ætla sér að láta foreldra borga skaðabætur fyrir það tjón sem að börn þeirra ullu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×