Lögreglumenn í Reykjanesbæ veittu bifreið athygli laust eftir miðnætti í nótt. Karlmaður sem var farþegi framan í bílnum sat hálfur út um gluggann og baðaði út höndum á meðan bifreiðin var á ferð. Lögreglumenn fengu þá skýringu að farþegi í aftursæti bifreiðarinnar hefði leyst vind. Mengunin hefði verið það mikil að farþeginn í framsætinu sá sér ekki fært að vera inni í bifreiðinni á meðan. Hann brá því á þetta ráð til að fá ferskt loft. Hann mun eiga von á sekt fyrir að vera ekki í öryggisbelti.
Viðrekstur á ferð
