Innlent

Loftferðareftirlit NATO í bígerð

Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins býst við að fyrir páska muni liggja fyrir áætlun um loftferðaeftirlit við Ísland. Vonast er til að það geti hafist eigi síðar en í sumarlok.

Reymond Henault, formaður hermálanefndar NATO, kom hingað til lands í morgun til að ræða við íslenska ráðamenn. Á fréttamannafundi sem þau Valgerður Sverrisdóttir stóðu fyrir í utanríkisráðuneytinu í dag kom meðal annars fram að farið hefði verið fram á við höfuðstöðvar Evrópuherstjórnar bandalagsins að koma með tilllögur um hvernig gæta megi lofthelgi Íslands nú þegar Bandaríkjaher hefur ekki lengur viðbúnað hér.

Að sögn Henaults eru ýmsir kostir í stöðunni sem snúa að eftirlitsflugi um lofthelgi Íslands. Búist er við að tillögur þess efnis verði lagðar fyrir Norður-Atlantshafsráðið í vikunni og vonast er til að í sumarlok geti eftirlitið hafist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×