Innlent

Hafnar samstarfi við flokka sem vilja ekki stóriðju

Formaður Framsóknarflokksins segist hafna samstarfi við flokka sem vilja stoppa stóriðju og virðist þar með nánast hafna samstarfi við alla aðra en sjálfstæðismenn. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða frekara samstarf. Þetta kemur fram í nýjum þætti, sem hefst í kvöld, strax á eftir Íslandi í dag. Alla næstu daga rifjum við upp úr stjórnmálasögu formanna stjórnmálaflokkanna.



Fréttastofa Stöðvar 2 bregður upp broti af stjórnmálasögu allra foringja stjórnmálaflokkanna næstkomandi mánudaga fram að kosningum. Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ríður á vaðið en rætt er við hann sjálfan, blaðamenn og stjórnmálafræðinga um hans feril og erindi í stjórnmálin. Jón Sigurðsson sagði stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum hafa verið gott. Hann vildi ekkert segja um áframhaldandi samstarf fyrr en hann sæi hvaða áherslur Sjálfstæðismenn hefðu fyrir kosningarnar eftir landsfund flokksins.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur umsjón með þáttunum en Ólafur Þór Chelbat stjórnar upptöku. Viðtölin við stjórnmálaforingjanna verða birt í heild sinni á kosningavef Vísis.is eftir að þættirnir hafa verið sýndir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×