Erlent

Enn mótmælt í Pakistan

Lögfræðingar mótmæla í morgun.
Lögfræðingar mótmæla í morgun. MYND/AFP
Þúsundir lögræðinga kröfðust þess í dag að fyrrum yfirmaður hæstaréttar Pakistans yrði skipaður í embætti á ný. Kröfugangan átti sér stað í borginni Islamabad og tóku hátt í 4.000 manns þátt í henni en í dag kom dómarinn, Ifitkhar Mohammed Chaudhry, fyrir dómstóla á ný.

Brottrekstur Chaudhry hefur orðið Pervez Musharraf, forseta Pakistan, til mikilla vandræða. Þúsundir hafa mótmælt um allt landið og krafist þess að dómarinn sé skipaður í embætti á ný og Musharraf segi af sér.

Síðast þegar Chaudhry kom fyrir dómstólinn barðist óeirðalögregla við mótmælendur, sem köstuðu steinum í átt að henni. Lögregla réðist einnig gegn sjónvarpsstöð sem sjónvarpaði beint frá mótmælunum. Musharraf hefur beðist afsökunar á þeim aðgerðum en engu að síður hafa gagnrýnendur sagt atvikið sýna að hann sé í raun einræðisherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×