Innlent

Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn á tveimur stöðum í október í fyrra og febrúar í ár.

Í fyrra tilvikinu braust maðurinn inn í verslun á Akureyri og stal þaðan peningum, sígarettum og sælgæti. Í seinna tilvikinu braust hann hins vegar inn í íbúðarhús í Hafnarfirði og hafði þaðan á brott með sér ýmislegt smálegt.

Maðurinn játaði bæði brotin en hann á að baki nokkurn sakaferil. Hann hlaut eins árs fangelsisdóm í maí 2005 en var sleppt á reynslulaus þegar hann átti fjóra mánuði eftir óafplánaða. Með brotunum nú rauf hann skilyrði reynslulausnarinnar og var hann því dæmdur til að afplána eftirstöðvar refsingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×