Innlent

Lífshættulega slasaður eftir hnífsstungu

MYND/Valli

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn lífshættulegri stungu í brjóstið með eldhússhnífi á heimili við Hátún í Reykjavík um klukkan hálf níu í gærkvöldi og missti hann mikið blóð. Fimm menn voru þar saman komnir þegar einn þeirra sótti hníf og stakk manninn. Þeir hringdu á lögreglu, sem sendi menn með hlífðarbúnað á vettvang, þar sem ekki lá fyrir hvort æðið væri runnið af árásarmanninum.

Maðurinn var fluttur í skyndingu á Slysadeild þar sem læknum tókst að stöðva blæðingar og var líðan hans stöðug í morgun. Hann er þó enn í lífshættu. Mennirnir fjórir voru handteknir og gista fangageymslur. Einn þeirra hefur þegar viðurkennt verknaðinn en tildrög eru óljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×