Erlent

Allt á suðupunkti í Afganistan

Allt er á suðupunkti í Afghanistan, eftir að uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Sex Kanadamenn féllu í bílsprengjuárás í suðurhluta landsins.

Uppreisnarmennirnir sem skáru höfuðið af túlknum höfðu áður sleppt ítölskum blaðamanni sem túlkurinn vann með í Afghanistan. Eftir að Ítalinn losnaði úr prísundinni hótuðu þeir að myrða túlkinn ef stjórnvöld í landinu létu ekki uppreisnarmenn úr röðum Talibana lausa úr fangelsum landsins. Morðið hefur verið fordæmt víða og afghansk dagblað lagði í dag til að fangar úr röðum Talibana yrðu myrtir til að svara fyrir ódæðið.

Í gær féllu sex Kanadamenn í bílsprengjuárás í suðurhluta Afghanistan, þar sem vígi Talibana er sterkast og óróinn mestur. Þó að átökin í Afghanistan blikkni við hliðina á óöldinni í Írak, eru bílsprengjuárásir og skæruhernaður enn nær daglegt brauð í landinu, meira en fimm árum eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×