Innlent

Olíufélagið leggur vörumerkinu Esso

Olíufélagið er að hætta notkun vörumerkisins Esso eftir 60 ára notkun. Þetta er gert í kjölfar sameiningar á rekstri Olíufélagsins, Bílanausts og fleiri fyrirtækja í eigu eignarhaldsfélagsins BNT. Ekki er gefið upp í fréttatilkynningu hvert nýtt vörumerki verður en á næstu dögum verður unnið við að fjarlægja merkingar af þjónustustöðvum og verslunum um allt land.

Samfara þessari breytingu verða höfuðstöðvar fyrirtækisins fluttar. Með sameiningunni er orðið til eitt af 10 stærstu fyrirtækjum landsins en velta þess er um 35 milljarðar, starfsmenn um 730 og útsölustaðir 115.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×