Innlent

Tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi undirbúin

MYND/GVA

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að hefja undirbúning að útboði á tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar út frá Reykjavík. Þá vill ráðherra skipa verkefnastjórn til að vinna frumáætlun um fjármögnun og rekstur veganna og undirbúa samráð við þau sveitarfélög sem vegirnir liggja um.

Fram kemur í tilkynningu frá samönguráðuneytinu að verkefnisstjórnin verði skipuð fylltrúum Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytsins og á hún að hraða störfum sínum eins og hægt er.

Bent er á að samkvæmt þingsályktun um samönguáætlun fyrir næstu þrjú ár sé gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun vegna verkefnisins en þar er þó ekki tekin afstaða til þess hvernig verkið skuli greitt. Til greina kemur að beikka vegina með einkaframkvæmd eða með lántöku af hálfu ríkissjóðs.

Samkvæmt áætlun sem Sjóvá og Ístak hafa gert um tvöföldun  Suðurlandsvegar gæti tvöfaldur Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss verið tilbúinn árið 2010 og kostað 7,5 til 8 milljarða króna. Áætlanir Vegagerðarinnar hafa hljóðað upp á dýrari veg og lengri framkvæmdatíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×