Innlent

Mikilvægt að sjálfstæðismenn sýni samstöðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að sjálfstæðismenn komi einhuga fram í kosningabaráttunni og nái að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir flokkinn ekki leggja til einkavæðingu í heilbrigðismálum þótt heilbrigðisverkefni yrðu færð til einkaaðila.

Í dag er þriðji dagur landsfundar sjálfstæðismanna. Dagurinn hófst á fundum starfshópa en síðan var gengið til atkvæðagreiðslu um ályktanir fundarins.

Á landsfundinum var meðal annars samþykktar ályktanir um landbúnaðarmál, efnahags og skattamál og sjávarútvegsmál. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn boða nýjar áherslur í heilbrigðismálum.

Það kom mörgum á óvart þegar Geir sagði í fyrirspurnartíma á fundinum í gær að Sjálfstæðisflokkurinn sæktist eftir heilbrigðisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×