Innlent

Ekki ljóst hver á að bæta tjónið

MYND/Vísir

Ekki er ljóst hver skuli bæta það tjón sem hlaust í aurflóðinu á Sauðárkróki í fyrradag. Fulltrúar frá Tryggingamiðstöðinni sem er tryggingafélag RARIK hafa kannað verksummerki á svæðinu. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Það var þrýstijöfnunarbúnaður í aðrennslispípu Gönguskarðsárvirkjunar sem brást þegar flóðið varð, en pípan og búnaðurinn eru jafn gömul virkjuninni sem reist var árið 1949.

Hreinsunarstarf hefur gengið vel á Króknum og er verki stórvirkra vinnuvéla að mestu lokið. Enn er mikið verk óunnið inni á þeim heimilum sem verst urðu úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×