Innlent

Flugvöllurinn er á góðum stað.

Flugvél að svífa yfir Reykjavíkurflugvelli
Flugvél að svífa yfir Reykjavíkurflugvelli

Núverandi flugvöllur í Vatnsmýrinni er á góðum stað fyrir flugsamgöngur en flugvallarsvæðið er dýrmætt sem byggingarland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samgönguráðherra og borgarstjóra.

Verkefni nefndarinnar var að vinna flugtæknilega, rekstrarlega og skipulagslega úttekt á Reykjavíkurflugvelli og fékk hún innlenda og erlenda aðila til að vinna ákveðin svið úttektarinnar.

Í niðurstöðum sínum bendir nefndin á að brýnt sé að marka stefnu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Óvissa um framtíð vallarins komi hagsmunaaðilum illa og henni verði að eyða

Grunnkosturinn er núverandi flugvöllur óbreyttur nema hvað norðaustur-suðvestur braut verður lögð niður. Aðrir kostir sem athugaðir voru eru þrjár tillögur um breytta legu flugbrauta í Vatnsmýri. Nýting vallarins er talin geta verið 98% eða hin sama og núverandi völlur með tveimur brautum.

Þrír kostir til viðbótar eru nefndir. Nýir flugvellir á Hólmsheiði eða Lönguskerjum eða að innanlandsflug yrði eingöngu rekið frá Keflavíkurflugvelli. Nýting flugvallar á Hólmsheiði er talin geta orðið 95% en er óviss þar sem rannsóknir hafa ekki farið fram. Á Lönguskerjum er nýting talin verða 98%.

Ekki er gert ráð fyrir byggingu flugvallar í Afstapahrauni nema innanlandsflugið flytjist til Keflavíkurflugvallar. Í því tilviki er gert ráð fyrir nýjum varaflugvelli á Bakka í Landeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×