Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona 18. apríl 2007 21:04 Leo Messi fór hamförum í kvöld AFP Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun. Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun.
Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira