Valsmenn eru Íslandsmeistarar 22. apríl 2007 17:50 Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27. Olís-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27.
Olís-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira