Sarko og Sego komin áfram 22. apríl 2007 19:15 Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis kusu hins vegar í gær. Frá fyrstu mínútu var ljóst að þorri kjósenda ætlaði að neyta atkvæðisréttar síns því strax klukkan tíu hafði þriðjungur þeirra greitt atkvæði, tíu prósentum fleiri en í fyrri umferð kosninganna 2002. Í allan dag var svo kjörsóknin jöfn og góð. Á meðal þeirra fyrstu sem mættu í kjördeild sína í morgun var Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna, en hann greiddi atkvæði í Neuilly-sur-Seine í útjaðri Parísar. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista var brosmild þegar hún gekk út úr kjörklefanum í heimabæ sínum Melle og ekki var annað að sjá en að miðjumaðurinn Francois Bayrou og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen væru nokkuð borubrattir þar sem þeir greiddu atkvæði á sínum kjörstöðum. Báðir hafa þeir eflaust vonast til að fá bróðurpartinn af atkvæðum óákveðinna en fyrir helgi virtist þriðjungur kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn. Miðað við svörin á kjörstöðum í morgun er það hins vegar ekki sjálfgefið. Erlent Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis kusu hins vegar í gær. Frá fyrstu mínútu var ljóst að þorri kjósenda ætlaði að neyta atkvæðisréttar síns því strax klukkan tíu hafði þriðjungur þeirra greitt atkvæði, tíu prósentum fleiri en í fyrri umferð kosninganna 2002. Í allan dag var svo kjörsóknin jöfn og góð. Á meðal þeirra fyrstu sem mættu í kjördeild sína í morgun var Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna, en hann greiddi atkvæði í Neuilly-sur-Seine í útjaðri Parísar. Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista var brosmild þegar hún gekk út úr kjörklefanum í heimabæ sínum Melle og ekki var annað að sjá en að miðjumaðurinn Francois Bayrou og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen væru nokkuð borubrattir þar sem þeir greiddu atkvæði á sínum kjörstöðum. Báðir hafa þeir eflaust vonast til að fá bróðurpartinn af atkvæðum óákveðinna en fyrir helgi virtist þriðjungur kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn. Miðað við svörin á kjörstöðum í morgun er það hins vegar ekki sjálfgefið.
Erlent Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira