Innlent

Of mikil skerðing á þjónustu Strætós

Fulltrúar minnihluta borgarstjórnar telja að skerðing á þjónustu Strætós næstkomandi sumar muni leiða til fækkunar farþega. Til stendur að lengja tíma milli ferða upp í 30 mínútur. Breytingarnar taka gildi 1. júní næstkomandi. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna eru alfarið á móti breytingunum og telja of langt gengið.

Í tilkynningu segir að þeir fagni hins vegar áformum um 15 mínútna tíðni á vissum leiðum og tímum dags frá næsta hausti. Aðrar breytingar séu beinlínis skerðing á þjónustu.

Í tilkynningunni segir að sumar breytinganna séu jákvæðar, en aðrar séu beinlínis skerðing á þjónustu.

Þá harma fulltrúarnir skort á samráði sem einkennt hefur breytingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×