Innlent

Dagur umhverfisins - hrein orka og loftslagsmál

Dagur umhverfisins verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn á morgun. Að þessu sinni er hann tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum. Í tilefni dagsins verður samkoma á Kjarvalsstöðum í hádeginu.

Þar verða meðal annars veittar viðukenningar í verkefnasamkeppni grunnskólanna, Varðliðum umhverfisins. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra flytur ávarp og fyrirtæki sem stendur sig vel á umhverfissviði verður afhent viðurkenning.

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl á fæðingardegi Sveins Pálssonar. Hann var fyrsti náttúrufræðingur Íslands og fæddist árið 1762. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og lýsti þá hugsun sem nú nefnist sjálfbær þróun.

Hér fyrir neðan má nálgast fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Í henni er vakin athygli á stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og aðilum sem vinna að málum tengdum hreinni orku og loftslagsbreytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×