Innlent

Hjóluðu 172 hringi í kringum landið

MYND/Albert Jakobsson

Fyrirtækjakeppnin „Hjólað í vinnuna" fer fram um land allt dagana 2.-22. maí. Þetta er fimmta árið sem hvatningarverkefnið fer fram, en þáttakan hefur tífaldast á tímabilinu.

Í fyrra voru farnir rúmlega 230 þúsund kílómetrar. Það samsvarar 172 hringjum í kringum landið eða tæplega sex hringjum í kringum hnöttinn.

Það er Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands sem stendur fyrir verkefninu. Meginmarkmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta segir í tilkynningu frá sambandinu.

Skráning í keppnina hefst í Húsdýragarðinum miðvikudaginn 2. maí klukkan 8:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×