Innlent

Þúsundum fugla fargað á æfingu

Létu lífið í þágu þjóðarinnar.
Létu lífið í þágu þjóðarinnar.

Tvöþúsund og fimmhundruð fuglum var fargað í fyrstu viðbragðsæfingu Landbúnaðarstofnunar vegna fuglaflensu, í gær. Fuglarnir voru í fuglabúinu að Miklaholtshelli.

Þetta voru heilbrigðir fuglar sem engu að síður stóð til að farga, og var tækifærið notað til þessarar æfinga. Fuglarnir voru aflífaðir með koldíoxíði og svo urðaðir vestan við Selfoss.

Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, segir í samtali við Fréttablaðið að aflífunin hafi tekist vel. Fjölmargir dýralæknar og stofnanir víðsvegar að af landinu tóku þátt í þessari æfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×