Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent 27. apríl 2007 10:12 Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Mynd/E.Ól. Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira