Innlent

Siðmennt fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra

MYND/Getty Images

Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Þeir telja að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Siðmennt sendi Allsherjarþingi Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra á síðasta ári. Félagið studdi breytingarnar sem lagðar voru til á réttarstöðu samkynhneigðra samkvæmt lögum. Þá kom fram skýr vilji félagsins til að lögum um hjúskap yrði breytt.

Í tilkynningunni segir að með breytingu á lögunum yrði trúfélögum heimilt, en ekki skylt að gefa samkynhneigða saman.

Siðmennt er málsvari mannúðarstefnu og frjálsrar hugsunar. Það er óháð trúarsetningum og stendur fyrir borgaralegum athöfnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×