Innlent

Sáttatillaga Hótel Sögu til klámframleiðenda

Frá þöglum mótmælum fyrir utan Hótel Sögu.
Frá þöglum mótmælum fyrir utan Hótel Sögu. MYND/Anton Brink

Hótel Saga hefur svarað kröfu lögmanna aðstandenda klámráðstefnunnar sem halda átti hér á landi með sáttatillögu. Ekki hefur verið gefið upp hver upphæð sáttatillögunnar er en aðstandendur ráðstefnunnar krefjast rúmlega 10 milljóna króna í skaðabætur frá hótelinu.

Krafan er byggð á útlögðum kostnaði fyrir fargjöldum, gistingu og launagreiðslum sem hópurinn telur sig hafa tapað. Klámráðstefnan átti að fara fram á Hótel Sögu í mars síðastliðnum. Ráðstefnugestum var meinað um gistingu og varð því ekkert af ráðstefnunni.

Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu, og Oddgeir Einarsson, lögmaður aðstandenda ráðstefnunnar, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu og sögðu viðræður standa yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×