Innlent

Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu ESB

Íslenskir þátttakendur ársfundarins.
Íslenskir þátttakendur ársfundarins. MYND/BSRB

Róið er að því öllum árum að markaðsvæða heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta sagði Dorte Sindbjerg Martinsen frá Kaupmannahafnarháskóla í erindi sem hún flutti á ársfundi norrænna verkalýðsfélaga í vikunni. Hún segir ekki fara mikið fyrir áformunum, en ýmsir hagsmunaaðilar séu á bakvið þau. Þetta kemur fram í frétt á vef BSRB.

Í fyrirlestrinum sem Dorte kallaði „Samþætting heilbrigðisþjónustu - Í átt til innri markaðar?" sagði hún að í nýjum lögum, eða þar sem skipulagsbreytingar væru fyrirhugaðar, væru markaðsáherslur settar á oddinn. Dorte benti á að þróunarferlið væri yfirleitt mótað af dómsstólum en ekki á löggjarafsamkomum. Hún býst við tilskipun frá Evrópusambandinu sem snýr sérstaklega að heilbrigðisþjónustunni innan skamms.

Norrænu verkalýðsfélagin eiga aðild að Evrópusamtökum launafólks innan almannaþjónustunnar. Starfsemi Evrópusamtakanna í sambandi við þjónustutilskipan sambandsins var sérstaklega rætt. Þá voru vinnumarkaðsmál og viðbrögð ríkisstjórna á Norðurlöndum við þeim hluta sem snýr að vinnumarkaði einnig tekin fyrir.

undarmönnum bar saman um að framundan væru miklar umræður og átök um framtíðarskipan heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Mikilvægt væri að verkalýðshreyfingin héldi vöku sinni svo ekki bresti á markaðsvætt heilbrigðiskerfi sem mismuni þegnunum, segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×