Tyrkneski herinn segist verndari stjórnkerfisins 27. apríl 2007 21:35 Erdogan og Gul sjást hér sitja fyrir miðju borði, umkringdir flokksfélögum sínum á tyrkneska þinginu í dag. MYND/AFP Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins. Herinn telur að ef svo verði sé líklegt að stjórnin reyni að breyta um stefnu og nota trúarkenningar íslam sem grundvöll í stjórnkerfi landsins. Yfirlýsingin var óvenju harðorð. Í henni sagði að herinn væri verndari stjórnkerfisins. Flestir í hernum vilja ekki að trúarkenningar ráði stjórnkerfi landsins og að trú og stjórnmál séu aðskilin. Stjórnarandstaðan hefur þegar áfrýjað kosningunum þar sem hún segir að ekki hafi verið nógu margir þingmenn til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Alls vantaði tíu atkvæði upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu greitt atkvæði. Ef áfrýjunardómstóll fellst á kröfu stjórnarandstöðunnar verður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, lögum samkvæmt að boða til almennra kosninga. Ef að dómstóllinn hafnar henni er talið að frambjóðandi stjórnarinnar, Abdullah Gul, verði kosinn forseti í þriðju umferð kosninganna, en í þeim þarf frambjóðandi ekki að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða til þess að hljóta kosningu. Forseti Tyrklands hefur ekki jafn mikil völd og forsætisráðherrann en embættið hefur engu að síður mikla þýðingu í augum Tyrkja. Embætti forseta hefur ætíð verið í höndum þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði trúmála og stjórnmála. Forsetinn hefur þó neitunarvald og beitti síðasti forseti því oft gegn lagasetningum frá íslamistum en þeir eru í meirihluta á þinginu. Erlent Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins. Herinn telur að ef svo verði sé líklegt að stjórnin reyni að breyta um stefnu og nota trúarkenningar íslam sem grundvöll í stjórnkerfi landsins. Yfirlýsingin var óvenju harðorð. Í henni sagði að herinn væri verndari stjórnkerfisins. Flestir í hernum vilja ekki að trúarkenningar ráði stjórnkerfi landsins og að trú og stjórnmál séu aðskilin. Stjórnarandstaðan hefur þegar áfrýjað kosningunum þar sem hún segir að ekki hafi verið nógu margir þingmenn til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Alls vantaði tíu atkvæði upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu greitt atkvæði. Ef áfrýjunardómstóll fellst á kröfu stjórnarandstöðunnar verður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, lögum samkvæmt að boða til almennra kosninga. Ef að dómstóllinn hafnar henni er talið að frambjóðandi stjórnarinnar, Abdullah Gul, verði kosinn forseti í þriðju umferð kosninganna, en í þeim þarf frambjóðandi ekki að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða til þess að hljóta kosningu. Forseti Tyrklands hefur ekki jafn mikil völd og forsætisráðherrann en embættið hefur engu að síður mikla þýðingu í augum Tyrkja. Embætti forseta hefur ætíð verið í höndum þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði trúmála og stjórnmála. Forsetinn hefur þó neitunarvald og beitti síðasti forseti því oft gegn lagasetningum frá íslamistum en þeir eru í meirihluta á þinginu.
Erlent Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira