Innlent

Ungir ökumenn á ofsahraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 22 ára karlmanni sem keyrði bifhjól á 120 km hraða á Snorrabraut. Við frekari athugun kom í ljós að hjólið var stolið. Lögreglan tók 25 ökumenn fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar á meðal nokkra ungir ökumenn fyrir ofsaakstur.

Í Hvassahrauni var 18 ára piltur tekinn á 137 km hraða. Þá var 19 ára piltur tekinn á miklum hraða þegar hann fór framúr ómerktri lögreglubifreið á 130 km hraða. Á Sæbraut var 17 ára piltur tekinn á 100 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 60. Hann var nýkominn með bílpróf. Á svipuðum tíma var 17 ára stúlka stöðvuð á Vesturlandsvegi á 123 km hraða.

Í nótt var síðan karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður í Ártúnsbrekkunni á 138 km hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×