Innlent

Treystum velferðina og útrýmum fátækt , kjörorð dagsins

Treystum velferðina og útrýmum fátækt voru kjörorð dagsins í tilefni af fyrsta maí. Forseti ASÍ segir ólíðandi að fimm þúsund börn séu undir fátækramörkum hér á landi og segir nauðsynlegt að leiðrétta kjör eldri borgara. Fjölmargir tóku þátt í kröfugöngu í tilefni dagsins.



Fólk kom saman klukkan eitt við Hlemm í dag og hélt af stað í kröfugöngu við öflugan lúðraþyt Lúðrasveita Verkalýðsins og Svans klukkan hálf tvö. Fólk á öllum aldri tók þátt í göngunni og yngri kynslóðinni fannst ekki síður skemmtilegt að vera í kröfugöngu.



Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ gagnrýndi í ávarpi sínu í dag, stöðu velferðarmála í landinu, launamisrétti kynjanna og lagði áherslu á allir hefðu jafnan rétt til menntunar. Hann sagði ólíðandi að fimmþúsund börn á Íslandi væru undir fátækramörkum. Grétar gagnrýndi lífeyriskerfið og sagði eldri borgara þurfa að berjast fyrir kjörum sínum.

Hljómsveitin Baggalútur og Gospelkór Reykjavíkur léku síðan fyrir fundargesti við góðar undirtektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×