Bjarni sakar Sigurjón um ósannindi Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2007 11:26 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins." Kosningar 2007 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins."
Kosningar 2007 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira