Innlent

Styrkja sjúklinga með næringarefnum og sérfræði

MYND/Pjetur

Ríkið mun styrkja sjúklinga til kaupa á næringarefnum og sérfræði samkvæmt nýrri reglugerð sem undirrituð var í dag. Í henni segir að sjúklingar sem eigi við tilgreinda sjúkdóma að stríða og þurfi lífsnauðsynlega á slíkum efnum að halda fái styrk vegna kaupa á næringarefnum og sérfræði.

Í tilkynningu segir að þannig uppfærist þessi aðstoð til samræmis við verðþróun og ábendingar til viðskiptavina Tryggingastofnunar ríkisins. Bent hefur verið á að innkaupaheimildir dugi ekki fyrir því magni af næringu eða sérfræði sem næringarfræðingar mæli með.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirritaði reglugerðina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×